Færri kennara vantar til starfa en oft áður

Um 40 kennara vantar til starfa við grunnskóla Reykjavíkur, en á svipuðum tíma í fyrra vantaði um 70 kennara. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum Útvarpsins, að nýir kjarasamningar og breyttar aðstæður á vinnumarkaði komi nú grunnskólunum til góða. 

Menntasvið Reykjavíkur mun fá nákvæmari upplýsingar um hversu marga kennara vantar við skólana síðar í vikunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert