Fjölmenni á flugeldasýningu

Kunnugir segja að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn fjölmennt …
Kunnugir segja að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn fjölmennt í brekkunni á Akureyrarvelli. mbl.is/Þorgeir

Hátíðinni Einni með öllu lauk á Ak­ur­eyri í nótt. Mikið fjöl­menni var viðstatt flug­elda­sýn­ingu á Ak­ur­eyr­ar­velli og var giskað á að um 7 þúsund manns hefðu fylgst með flug­eld­um og öðrum skemmti­atriðum. Lög­regla seg­ir að allt hafi farið vel fram í nótt og raun­ar alla helg­ina.

Að sögn Daní­els Gunn­ars­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns á Ak­ur­eyri, hafði lög­regla ekki mikið að gera í nótt. Einn maður var þó flutt­ur á sjúkra­hús eft­ir að hann fékk flösku í höfuðið en meiðsl hans voru ekki al­var­leg. Þrír gistu fanga­geymsl­ur vegna ölv­un­ar.

Tvær kon­ur leituðu um helg­ina á neyðar­mót­töku vegna kyn­ferðis­legs of­beld­is. Mál­in hafa þó ekki verið kærð til lög­reglu að sögn Daní­els.

Hann sagði að allt annað og ró­legra yf­ir­bragð hefði verið yfir skemmt­un helgar­inn­ar á Ak­ur­eyri en oft áður. Lítið virt­ist vera um fíkni­efna­neyslu og sagði Daní­el að það hafi skipt sköp­um, einkum þó að hvítu efn­in svo­nefndu voru lítið í um­ferð. 

Flugeldasýning var hápunktur hátíðarhaldanna í gærkvöldi.
Flug­elda­sýn­ing var hápunkt­ur hátíðar­hald­anna í gær­kvöldi. mbl.is/Þ​or­geir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert