Ingibjörg Sólrún heimsækir Mountain

Ingibjörg Sólrún með Vestur-Íslendingum í Mountain.
Ingibjörg Sólrún með Vestur-Íslendingum í Mountain. mbl.is/Steinþór

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, kom um helg­ina til  smá­bæj­ar­ins Mountain í Norður Dakota þar sem ár­leg Íslands­hátíð, Deuce of Aug­ust Icelandic Celebrati­on, var hald­in í 109. sinn. Marg­ir Íslend­ing­ar fluttu til Mountain á 19. öld.

AP frétta­stof­an fjall­ar um heim­sókn Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar í dag og seg­ir þetta í fyrsta skipti, sem ráðherr­ann kem­ur til Norður Dakóta. AP hef­ur eft­ir Ingi­björgu Sól­rúnu, að Íslend­ing­ar hafi góð vináttu­tengsl við íbúa í Norður Dakóta en lít­il viðskipti séu milli þess­ara ríkja. Slíkt taki þó tíma að þró­ast.

Íbúar Mountain eru aðeins um 140 og því vek­ur það tals­verða at­hygli, að hátt­sett­ir ís­lensk­ir emb­ætt­is­menn sækja jafn­an bæ­inn heim þegar Íslands­hátíðin er hald­in. Á síðasta ári var Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, gest­ur á hátíðinni.

Ingi­björg Sól­rún fór í dag til Gimli í Manitoba í Kan­ada þar sem Íslend­inga­dags­hátíð er hald­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka