Búrhvalshræ hefur rekið á land á Kleifum vestarlega í Ólafsfirði. Að sögn Friðþjófs Jónssonar, skipstjóra, er hræið um 15 metra langt og gæti verið um 30 tonn að þyngd.
Friðþjófur segir að hræið sé laust og líklegt sé að reki það innar í fjörðinn verði reynt að draga það út aftur.
Talið er að um 1400 búrhvalir séu í hafinu umhverfis Ísland. Friðþjófur segir, að búrhvalir séu ekki algeng sjón á þessum slóðum.