Einkennilega að orði komist

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir á heimasíðu sinni að sér þyki það einkennilega að orði komist hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að hermálið hafi klofið þjóðina í herðar niður.

„Hinn pólitíski ágreiningur snerist um aðildina að Atlantshafsbandalaginu (NATO), samstarfið við vestrænar lýðræðisþjóðir andspænis Sovétvaldinu. Um það var deilt, hvort nauðsynlegt væri að hafa varnarviðbúnað í landinu og hvort semja ætti við Bandaríkjamenn um varnir landsins og dvöl liðs þeirra hér á landi í krafti þess samnings. Ágreiningurinn tók á sig nýja mynd, eftir að Sovétríkin hurfu úr sögunni. Við erum enn í NATO og varnarsamningurinn er enn í gildi, þótt ekki sé lengur varnarlið með fast aðsetur í landinu.

Vinstri/grænir feta í fótspor Alþýðubandalagsins, þar sem Ólafur Ragnar var formaður, og eru enn á móti NATO og varnarsamningnum. Þjóðin var ekki „klofin í herðar niður“ vegna þessara mála. Það var ávallt traustur meirihluti meðal þjóðarinnar fyrir aðildinni að NATO, varnarsamningnum og veru varnarliðsins," segir Björn m.a.

Heimasíða Björns

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka