Einkennilega að orði komist

Björn Bjarna­son, dóms­málaráðherra, seg­ir á heimasíðu sinni að sér þyki það ein­kenni­lega að orði kom­ist hjá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands, í sjón­varps­viðtali í gær­kvöldi að her­málið hafi klofið þjóðina í herðar niður.

„Hinn póli­tíski ágrein­ing­ur sner­ist um aðild­ina að Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sam­starfið við vest­ræn­ar lýðræðisþjóðir and­spæn­is Sov­ét­vald­inu. Um það var deilt, hvort nauðsyn­legt væri að hafa varn­ar­viðbúnað í land­inu og hvort semja ætti við Banda­ríkja­menn um varn­ir lands­ins og dvöl liðs þeirra hér á landi í krafti þess samn­ings. Ágrein­ing­ur­inn tók á sig nýja mynd, eft­ir að Sov­ét­rík­in hurfu úr sög­unni. Við erum enn í NATO og varn­ar­samn­ing­ur­inn er enn í gildi, þótt ekki sé leng­ur varn­ar­lið með fast aðset­ur í land­inu.

Vinstri/​græn­ir feta í fót­spor Alþýðubanda­lags­ins, þar sem Ólaf­ur Ragn­ar var formaður, og eru enn á móti NATO og varn­ar­samn­ingn­um. Þjóðin var ekki „klof­in í herðar niður“ vegna þess­ara mála. Það var ávallt traust­ur meiri­hluti meðal þjóðar­inn­ar fyr­ir aðild­inni að NATO, varn­ar­samn­ingn­um og veru varn­ar­liðsins," seg­ir Björn m.a.

Heimasíða Björns

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert