Erill hjá lögreglunni í Eyjum

Úr Herjólfsdal um helgina.
Úr Herjólfsdal um helgina.

Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmanneyjum í nótt en hátt í tvö þúsund manns eru ennþá í Herjólfsdal. Talið er líklegt að dalurinn tæmist í dag.

Lögreglan í Eyjum þurfti að hafa töluverð afskipti af gestum þjóðhátíðar í nótt, aðallega vegna óláta og ölvunar. Gistu tveir fangageymslur.

Annar þeirra var tekinn við að kveikja í tómum tjöldum. Nokkuð var af því í nótt að eldur logaði í tjöldum og þurfti að ræsa út slökkvilið til að slökkva í þeim.

Þá þurfti lögreglan að hafa afskipti af fólki á skemmtistöðum bæjarins og þegar ágreiningur kom upp hjá gestum sem voru að fara um borð í Herjólf.

Enginn meiðsl urðu á fólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert