Grjóthrun á Kjaransbraut

Aðalheiður Bára Hjaltadóttir og Birta Guðmundsdóttir.
Aðalheiður Bára Hjaltadóttir og Birta Guðmundsdóttir. Matthildur Helgadóttir

„Við snerum bara við, en það var reyndar ekki svaka mikið pláss til þess," segir Matthildur Helgadóttir en fjölskylda hennar átti leið um einn hrikalegasta veg landsins, Kjaransbraut, á milli Keldudals í Dýrafirði og Stapadals í Arnarfirði í gær en þurfti að snúa við því vegurinn var lokaður vegna grjóthruns. 

Leiðin er stórbrotin en að sögn Matthildar nýtur vegurinn aukinna vinsælda á sumrin hjá ferðamönnum, en þar er m.a haldið árlegt maraþonhlaup, Vesturgötuhlaupið, og margir hjóla einnig leiðina. 

Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar var grafa send frá Þingeyri í gær til þess að hreinsa upp grjótið og er leiðin nú fær á ný.   Elís Kjaran lagði veginn frá Arnarfirði til Dýrafjarðar og var fyrsti leggur hans opnaður árið 1975.

Fjölskyldan varð að snúa við vegna grjóthruns á Kjaransbraut.
Fjölskyldan varð að snúa við vegna grjóthruns á Kjaransbraut. Mathhildur Helgadóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert