„Við snerum bara við, en það var reyndar ekki svaka mikið pláss til þess," segir Matthildur Helgadóttir en fjölskylda hennar átti leið um einn hrikalegasta veg landsins, Kjaransbraut, á milli Keldudals í Dýrafirði og Stapadals í Arnarfirði í gær en þurfti að snúa við því vegurinn var lokaður vegna grjóthruns.
Leiðin er stórbrotin en að sögn Matthildar nýtur vegurinn aukinna vinsælda á sumrin hjá ferðamönnum, en þar er m.a haldið árlegt maraþonhlaup, Vesturgötuhlaupið, og margir hjóla einnig leiðina.
Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar var grafa send frá Þingeyri í gær til þess að hreinsa upp grjótið og er leiðin nú fær á ný. Elís Kjaran lagði veginn frá Arnarfirði til Dýrafjarðar og var fyrsti leggur hans opnaður árið 1975.