Ísland er aðili að samkomulagi sem Norðurlöndin hafa gert við Ermarsundseyjarnar Jersey og Guernsey í því augnamiði að hindra skattaflótta, en eyjarnar eru kunnar skattaparadísir. Verður samningurinn formlega undirritaður í október.
Þetta kemur fram á vefnum norden.org.
Þar segir ennfremur:
„Samningarnir fela í sér upplýsingagjöf til skattayfirvalda, sem veitir þeim aðgang að upplýsingum um innstæður og tekjur skattskyldra þegna. Norræna samstarfið styrkir samningaferlið og minnkar kostnað við það. Til að uppfylla skilyrði stjórnarskrá landanna eru allir samningar tvíhliða.“