Leikfangakeðja úr sögunni

Um fimmtán fa­stráðnir starfs­menn og annað eins af laus­ráðnu starfs­fólki misstu vinn­una þegar tveim­ur leik­fanga­versl­un­um Just 4 Kids var lokað fyr­ir versl­un­ar­manna­helgi. Þar með lauk um­fangs­mikl­um en skamm­vinn­um rekstri þess­ar­ar ís­lensku versl­ana­keðju.

Fyrsta versl­un Just 4 Kids var opnuð í Garðabæ síðla árs 2007 af þáver­andi eig­end­um Leik­bæj­ar en þeir sögðu að versl­un­in væri mót­leik­ur þeirra gegn yf­ir­vof­andi sam­keppni frá stór­versl­un Toys R Us sem var opnuð við Smára­torg um svipað leyti.

Þá stefndu þeir á starf­semi í út­lönd­um und­ir merkj­um Just 4 Kids.

Áður en versl­un­in í Garðabæ var opnuð höfðu eig­end­ur Leik­bæj­ar sam­einað rekst­ur Li­verpool og Dóta­búðar­inn­ar rekstri Leik­bæj­ar og ráku um tíma átta leik­fanga­versl­an­ir und­ir merkj­um Leik­bæj­ar.

Rekst­ur þessa leik­fang­arisa gekk hins veg­ar ekki sem skyldi og í maí á þessu ári, aðeins um sjö mánuðum eft­ir að stór­versl­un­in í Garðabæ var opnuð, var Leik­bær úr­sk­urðaður gjaldþrota og versl­un­um Leik­bæj­ar lokað í kjöl­farið.

Eft­ir gjaldþrotið eignaðist annað rekstr­ar­fé­lag, 1024 ehf., rekst­ur Just 4 Kids og rak versl­an­ir und­ir því merki í Garðabæ og í Faxa­feni í Reykja­vík, þ.e. þar til í liðinni viku. Fram­kvæmda­stjóri þess fé­lags er Ólaf­ur Örn Jóns­son. Í sam­tali við Morg­un­blaðið sagði hann að það hefði ein­fald­lega ekki verið grund­völl­ur fyr­ir áfram­hald­andi rekstri. Aðspurður sagði hann að lag­er versl­un­ar­inn­ar væri all­ur í eigu leik­fanga­heild­sala sem hefði keypt hann af fyrri eig­end­um Just 4 Kids á sín­um tíma.

Húsið sem hýsti versl­un Just 4 Kids í Garðabæ er í eigu fast­eigna­fé­lags­ins Smára­g­arðs, að sögn Ólafs Arn­ar. Hann vonaðist til að hægt yrði að af­stýra gjaldþroti rekstr­ar­fé­lags­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka