Sýknaður af ákæru fyrir árás á eiginkonu og fósturdóttur

Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir líkamsárás á eiginkonu sína og fósturdóttur. Dómnum þótti sannað, að maðurinn hefði veitt eiginkonunni áverka en ekki var talið sannað að um ásetning hefði verið að ræða.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í júlí á síðasta ári veist að eiginkonu sinni, slegið hana í andlitið og hrint henni í gólfið og sparkað í hana. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hrinda fósturdóttur sinni í gólfið og sparka í hana.

Í niðurstöðu dómsins segir að ljóst sé rifrildi átti sér stað á milli hjónanna sem lauk með því að konan fékk á sig högg í vinstri vanga. Framburður beggja hafi hefur hins vegar breyst í veigamiklum atriðum og framburður þeirra fyrir dómi bendi til þess að um óhappatilvik hafi verið að ræða.

Þá hafi fósturdóttir mannsins ekki leitað til læknis vegna áverka, sem nefndir eru í ákæru, og skorast undan vitnisburði fyrir dómi. Telur dómurinn að ekki sé komin fram lögfull sönnun fyrir sekt mannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert