Þjáðist af tannpínu alla helgina

Verslunarmannahelgin í ár verður hjónunum Kristínu Ólafsdóttur og Valdimar Guðjónssyni líklega eftirminnileg, en því miður ekki af góðu. Þannig vildi nefnilega til að á laugardeginum fór Kristín skyndilega að finna fyrir mikilli tannpínu sem leiddi um allan kjálkann og stigmagnaðist eftir því sem leið á helgina, en ekkert gekk að ná í tannlækni.

„Ég efast um að það sé nokkur eftir á landinu sem við hringdum ekki í en það virðast allir vera í fríi,“ segir Valdimar. Þegar útséð var um að næðist í tannlækni í nágrannabyggðum Selfoss sneru hjónin sér til Reykjavíkur og höfðu samband við neyðarsíma Tannlæknafélagsins, en þar var svipaða sögu að segja. „Það kom bara símsvari og sagt að samband yrði haft til baka, en það heyrðist aldrei frá þeim.“ Eina úrræðið var læknavaktin á Selfossi, þar sem Kristín fékk skrifuð út verkjalyf en þau slógu lítið á verkinn.

Loks kl. 20:30 á mánudagskvöldi, rúmum tveimur sólarhringum eftir að pínan kom upp, náðist í tannlækni á Selfossi sem var á leið úr fríi og tilbúinn að opna stofuna fyrir Kristínu. „Við vorum hissa á að enginn skyldi vera til taks þegar svona kom upp á langri helgi,“ segir Valdimar. unas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert