Ásmundur mótmælir enn

Lögreglan sést hér ræða við Ásmund.
Lögreglan sést hér ræða við Ásmund. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í dag afskipti af sjómanninum Ásmundi Jóhannssyni sem hefur gert aflamarkslausan bát sinn út til veiða frá Sandgerði síðan 18. júní, en hann vill með þessu mótmæla kvótakerfinu og mannréttindabrotum sem hann telur sig hafa orðið fyrir af völdum þess.

Ásmundur var kallaður í land þegar hann svaraði ekki kalli Landhelgisgæslunnar. Ekki liggur fyrir með aflann en lögreglan ræddi við Ásmund og tók af honum skýrslu, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögreglan hefur afskipti af Ásmundi vegna veiðanna.

Fiskistofa svipti Ásmund veiðileyfi sínu í júní sl. Þrátt fyrir það hefur Ásmundur haldið uppteknum hætti, en hann hyggst halda veiðunum áfram þar til stjórnvöld grípa í taumana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka