Ásmundur mótmælir enn

Lögreglan sést hér ræða við Ásmund.
Lögreglan sést hér ræða við Ásmund. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hafði í dag af­skipti af sjó­mann­in­um Ásmundi Jó­hanns­syni sem hef­ur gert afla­marks­laus­an bát sinn út til veiða frá Sand­gerði síðan 18. júní, en hann vill með þessu mót­mæla kvóta­kerf­inu og mann­rétt­inda­brot­um sem hann tel­ur sig hafa orðið fyr­ir af völd­um þess.

Ásmund­ur var kallaður í land þegar hann svaraði ekki kalli Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Ekki ligg­ur fyr­ir með afl­ann en lög­regl­an ræddi við Ásmund og tók af hon­um skýrslu, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem lög­regl­an hef­ur af­skipti af Ásmundi vegna veiðanna.

Fiski­stofa svipti Ásmund veiðileyfi sínu í júní sl. Þrátt fyr­ir það hef­ur Ásmund­ur haldið upp­tekn­um hætti, en hann hyggst halda veiðunum áfram þar til stjórn­völd grípa í taum­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert