Farþegar fengu ekki björgunarvesti

Ljóst er að regl­ur voru brotn­ar sl. sunnu­dag þegar fólk var flutt með hraðbát og síðan trillu til Vest­manna­eyja án björg­un­ar­vesta, gegn greiðslu. Trill­an sem flutti fólkið til Eyja hef­ur ekki leyfi til farþega­flutn­inga en fólkið greiddi 7.000 kr. fyr­ir ferðina.

„Þetta var tómt rugl, þetta var fólk sem þurfti nauðsyn­lega að kom­ast til Eyja. Það borg­ar sig ekki að standa í þessu,“ seg­ir viðmæl­andi Morg­un­blaðsins sem tók þátt í flutn­ing­un­um. Eig­andi bát­anna teng­ist hvorki flug­fé­lagi né öðrum sem flytja fólk til eyj­anna.

„Við ætluðum með flugi frá Bakka til Vest­manna­eyja á sunnu­deg­in­um. Klukk­an var að verða fimm og það var búið að gefa það út að ekki yrði flogið eft­ir sex. Við feng­um ábend­ingu um að bát­ur gæti sótt hóp­inn og ferjað okk­ur til Eyja,“ seg­ir Helga Guðrún Lár­us­dótt­ir, einn farþeg­anna.

„Starfs­menn á Bakka­flug­velli keyrðu okk­ur því til ósa Markarfljóts þar sem við fór­um 6-8 sam­an í lít­inn gúmmíbát. Það var tölu­vert um öldu­gang og við feng­um ekki björg­un­ar­vesti. Upp­haf­lega átt­um við að fara með gúmmíbátn­um í átt að trillu sem átti síðan að flytja okk­ur til Eyja. Vél­in gaf sig í litla bátn­um og ann­ar hraðbát­ur [Zodiac-bát­ur með hörðum botni] þurfti því að sækja okk­ur og ferja okk­ur milli gúmmíbáts­ins og trill­unn­ar. Þar voru eng­in björg­un­ar­vesti held­ur. Við þurft­um því á hafi úti að stökkva um borð í hraðbát­inn og eitt­hvað af far­angr­in­um lenti tíma­bundið í sjón­um.“

Eng­in björg­un­ar­vesti

Helga seg­ir að hún og vin­kon­ur henn­ar hafi orðið veru­lega hrædd­ar þegar vél gúmmíbáts­ins stöðvaðist, enda mikl­ar öld­ur. Þær hafi staðið í þeirri trú að þær fengju björg­un­ar­vesti í hraðbátn­um, en það gerðist ekki. Hann fór hratt yfir og hún seg­ir það hafa verið mjög óþægi­lega lífs­reynslu, þar sem eng­in voru vest­in.

Lög­regl­an ætti að taka málið til rann­sókn­ar

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert