Flensan var botnlangakast

„Barnið okkar var með háan hita og vildi ekki borða,“ segir Pálmi Hamilton Lord, faðir drengs sem var hætt kominn vegna botnlangakasts, og bætir við að næturlæknir hafi upphaflega talið að um flensu væri að ræða.

„Þetta gerðist að kvöldi föstudags, en við fengum stíla fyrir drenginn,“ segir hann. Pálmi segir að hiti barnsins hafi ekki lækkað þrátt fyrir hitastillandi lyf. „Á laugardeginum fengum við annan lækni, en ég hafði miklar áhyggjur af drengnum,“ segir hann og bætir við að drengurinn hafi bara viljað drekka vökva.

„Á sunnudeginum hringdi konan mín í mig og sagði mér að drengurinn væri farinn að æla,“ segir hann og bætir við að sér hafi þótt það undarlegt þar sem barnið hafi ekki innbyrt mat í nokkra daga. „Á þessum tíma vorum við orðin mjög óróleg vegna ástands drengsins.“

Hröð atburðarás

Pálmi nefnir að þegar blóðsýni og skoðun hafi staðfest að drengurinn var með sprunginn botnlanga hafi hann strax verið skorinn upp. „Drengurinn okkar var hætt kominn, þetta var klukkutímaspursmál,“ segir hann og bætir við að drengurinn hafi verið lengi að ná sér á nýjan leik. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert