Langjökull horfinn eftir öld?

mbl.is/Loftmyndir ehf.

Þess má vænta að jöklar hopi ört alla 21. öld og líklega rýrnar Langjökull örast stóru jöklanna. Haldi svo fram sem horfir verður hann með öllu horfinn um miðja næstu öld en Vatnajökull og Hofsjökull hörfa upp á hæstu tinda. 

Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu vísindanefndar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, skipaði síðastliðið haust til að greina áhrif loftslagsbreytinga hér á landi.

Nefndin segir, að allir jöklar landsins, sem ekki eru beinlínis framhlaupsjöklar, hafi hopað hratt á liðnum árum. Vorleysingar í ám byrji heldur fyrr og vegna aukins vatnsrennslis fáist meiri orka úr íslenskum vatnsaflsvirkjunum en ráð var fyrir gert. Afrennsli frá jöklunum mun aukast mjög á fyrri hluta þessarar aldar en síðan minnka vegna stöðugrar rýrnunar þeirra.

Sagt verður nánar frá niðurstöðum nefndarinnar á mbl.is innan skamms.

Skýrsla vísindanefndarinnar  

Halldór Björnsson, formaður nefndarinnar, segir frá niðurstöðunum á blaðamannafundi í …
Halldór Björnsson, formaður nefndarinnar, segir frá niðurstöðunum á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert