Maxim Gorkiy í hinstu Íslandsför

Maxim Gorkiy í Reykjavíkurhöfn.
Maxim Gorkiy í Reykjavíkurhöfn.

Rússneska skemmtiferðaskipið Maxim Gorkiy kemur til Reykjavíkur í dag eins og það hefur gert á hverju sumri síðan árið 1976, en þetta verður jafnframt síðasta heimsókn þessa gamla Íslandsvinar, að því er fram kemur á vef Faxaflóahafna.

Maxim Gorkiy hefur samtals komið 132 sinnum til Reykjavíkur á undanförnum 32 árum og má áætla að með því hafi hingað komið um 85.000 farþegar. Leið skipsins hefur ætíð verið hefðbundin, það leggur upp frá Bremen í Þýskalandi og kemur við á Bretlandi, í Færeyjum og á Svalbarða auk Íslands. Þýskt fyrirtæki hefur haft skipið á leigu en því verður nú skilað til rússneskra eigenda .

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert