Með kannabisplöntur í glugganum

Kannabisplanta.
Kannabisplanta.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átti ekki í erfiðleikum með að finna nokkrar kannabisplöntur í húsi í Hlíðunum í Reykjavík nýlega. Plönturnar blöstu nefnilega við í glugga hússins þegar að var komið.

Að sögn lögreglu reyndu húsráðendur að halda uppi vörnum í málinu og sögðu að hér væri einungis um ræða sérstakar kryddplöntur og að afurðirnar væru alfarið ætlaðar til matargerðar. Lögreglumenn á vettvangi vissu hinsvegar betur og fjarlægðu allar kannabisplönturnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert