Mun meira var keypt af áfengi í vikunni fyrir verslunarmannahelgi en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 783 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 698 þúsund lítrar. Er þetta aukning um 12,2%.
Fram kemur á vef ÁTVR, að 127 þúsund viðskiptavinir hafi komið í vínbúðirnar í vikunni fyrir verslunarmannahelgina, en í sömu viku í fyrra komu 113 þúsund viðskiptavinir, sem er fjölgun um rúm 12%.
Föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi er komu 44 þúsund viðskiptavinir í vínbúðirnar en 38 þúsund heimsóttu búðirnar sama dag fyrir ári.
Í vínbúðinni í Vestmannaeyjum komu um 1400 viðskiptavinir föstudag og laugardag um verslunarmannahelgi í fyrra, en í ár heimsóttu um 2100 viðskiptavinir búðina. Aukningin er því um 55% milli ára. Á Akureyri komu um 3600 viðskiptavinir sömu daga fyrir ári en 4300 í ár og er aukningin milli ára því um 20%.