Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist hafa heimildir fyrir því „að nú liggi fyrir nýtt stjórnarfrumvarp um Seðlabankann og samkomulag liggi fyrir um að skáldið Davíð fari á eftirlaun á komandi vetri,“ á bloggi sínu. Aðspurður um málið segist Bjarni hafa „heyrt þetta úr ýmsum áttum“ og að heimildarmennirnir hafi hingað til reynst traustir.