Sofandi í umferðinni

Karl­maður á fer­tugs­aldri var hand­tek­inn í miðborg­inni aðfar­arnótt laug­ar­dags þar sem hann sat stein­sof­andi í öku­mann­sæti bif­reiðar við um­ferðarljós. Í ljós kom að maður­inn var ölvaður.

Að sögn lög­reglu var maður­inn sof­andi í bif­reiðinni með vél­ina í gangi á gatna­mót­um Hafn­ar­stræt­is og Lækj­ar­götu. Bif­reiðin færðist ekki úr stað þegar grænt ljós kviknaði á um­ferðarljós­um fyr­ir hans akst­urs­stefnu. Það vakti grun­semd­ir veg­far­enda sem kölluðu til lög­reglu. Þegar að var komið reynd­ist maður­inn stein­sof­andi en bíll­inn var í gangi.  Hinn þreytti ökumaður, sem var einn í bíln­um, var vak­inn og færður á lög­reglu­stöð en hann reynd­ist jafn­framt vera ölvaður, sem fyrr seg­ir.

Aðfaranótt mánu­dags var lög­regl­an aft­ur kölluð til þegar ann­ar þreytt­ur ökumaður, sömu­leiðis karl­maður en nokkuð eldri, hætti sér út í um­ferðina. Öku­ferð hans lauk í Voga­hverf­inu en þar lenti maður­inn í um­ferðaró­happi. Lítið var um svör þegar ökumaður­inn, sem var ódrukk­inn, var spurður um óhappið en hann var klædd­ur í nátt­föt og hefði því bet­ur verið heima í rúm­inu held­ur en úti að aka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert