Þarf að auka náttúruvöktun

00:00
00:00

Íslensk­ir jökl­ar hopa ört alla 21 öld­ina sam­kvæmt  nýrri skýrslu Vís­inda­nefnd­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar á Íslandi en hún var unn­in fyr­ir Um­hverf­is­ráðuneytið og kynnt í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu í dag. Gert er ráð fyr­ir að Lang­jök­ull geti verið horf­inn með öllu um miðja næstu öld en Vatna­jök­ull og Hofs­jök­ull hörfi upp í hæstu tinda.

Vegna hlýn­un­ar mun af­rennsli frá jökl­um aukast til muna á fyrri hluta þess­ar­ar ald­ar en minnka síðan eft­ir því sem jökl­arn­ir minnka. Vor­leys­ing­ar í ám byrja held­ur fyrr og vegna auk­ins vatns­rennsl­is fæst meiri orka úr ís­lensk­um vatns­afls­virkj­un­um en gert var ráð.

Breyt­ing­um vegna hlýn­un­ar fylg­ir auk­in hætta á nátt­úru­ham­förum, bæði sjáv­ar­flóðum, jök­ul­hlaup­um og farg­los­un vegna bráðnun­ar jökla eyk­ur fram­leiðslu kviku og lík­ur á eld­gos­um.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra seg­ir þessa skýrslu sam­hljóða skýrslu Sam­einuðu þjóðanna um hlýn­un jarðar. Hún seg­ir stefnt að því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um helm­ing fyr­ir 2050 til að bregðast við þess­ari þróun.  Nefnd ráðherra um leiðir til að draga úr þeirri los­un skil­ar niður­stöðu í haust. Þá er nauðsyn­legt að mati nefnd­ar­manna að auka um­hverf­is­vökt­un til muna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert