Bátur Ásmundar færður til hafnar

Varðskipsmenn fylgja Ásmundi inn til hafnar í Sandgerði nú síðdegis.
Varðskipsmenn fylgja Ásmundi inn til hafnar í Sandgerði nú síðdegis. mbl.is/Reynir

Landhelgisgæslan fór í dag um borð í bát Ásmundar Jóhannssonar sjómanns og er að færa hann til hafnar. Ásmundur hefur gert bátinn út aflamarkslausan til að mótmæla kvótakerfinu og mannréttindabrotum sem hann telur sig hafa sætt vegna kerfisins.

Fiskistofa svipti Ásmund veiðileyfi í júní sl. Þrátt fyrir það hefur Ásmundur haldið uppteknum hætti, en hann ætlaði halda veiðunum áfram þar til stjórnvöld myndu grípa í taumana.

Í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir, að lögregluyfirvöld muni taka á móti bátnum og skipstjóra hans með viðeigandi hætti er í land kemur.

Samkvæmt upplýsingum frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum mun mál Ásmundar verða rannsakað, þar sem hann sé grunaður um brot á lögum um stjórn fiskveiða.

Lögreglan sést hér ræða við Ásmund.
Lögreglan sést hér ræða við Ásmund. Víkurfréttir/Hilmar Bragi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka