Dró sér 9,2 milljónir

Garðabær.
Garðabær. mbl.is/ÞÖK

Við reglu­bundið innra eft­ir­lit á bæj­ar­skrif­stof­um Garðabæj­ar kom í ljós að fjár­mála­stjóri bæj­ar­ins hef­ur ráðstafað með óheim­iluðum hætti í per­sónu­lega þágu 9,2 millj­ón­um króna á nokk­urra mánaða tíma­bili.

Bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar seg­ir í yf­ir­lýs­ingu, sem hann hef­ur birt á vef bæj­ar­ins, að fjár­mála­stjór­inn hafi geng­ist við því að um óheim­ila ráðstöf­un hafi verið að ræða og þegar látið af störf­um. Hann hafi þegar und­ir­ritað greiðslu­trygg­ingu til Garðabæj­ar vegna máls þessa.

Fram kem­ur, að málið verði til­kynnt til réttra yf­ir­valda. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert