Fundað um Korpuskóla

Frá fundinum í kvöld.
Frá fundinum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Fjölmenni er nú á fundi Foreldraráðs Korpuskóla og Menntasviðs Reykjavíkur, en fundurinn hófst kl. 20. Fram hefur komið í fréttum að mörg börn hafi fundið fyrir óþægindum eftir dvöl í heilsuspillandi bráðabirgðakennslustofum við Korpuskóla, en þar hefur greinst myglusveppur.

Á fundinn mæta Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri Reykjavíkur og Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs borgarinnar, ásamt öðrum fulltrúum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert