Fylgdardama býður Íslendingum þjónustu

Skv. 206. gr. almennra hegningarlaga skal hver sem hafi atvinnu …
Skv. 206. gr. almennra hegningarlaga skal hver sem hafi atvinnu eða viðurværi sitt af lauslæti annarra sæta fangelsi allt að 4 árum. Reuters

Um 2700 manns hafa skoðað auglýsingu á netinu þar sem evrópsk fylgdardama býður Íslendingum þjónustu sína, en hún segist vera væntanleg hingað til lands í lok ágúst og verði hér í tæpar tvær vikur. Skv. upplýsingum lögreglu er bæði ólöglegt að auglýsa vændiþjónustu og hafa milligöngu með slíka þjónustu.

Í auglýsingunni er ekki minnst á kynlífsþjónustu berum orðum, en fram kemur að umrædd kona leiti sér að elskhuga eða ástmey og hvetur hún fólk til að hafa samband vilji það skemmta sér. Auglýsingunni fylgir mynd af léttklæddri konu.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, bendir á að það sé leyfilegt að kaupa og stunda vændi hér á landi. Hins vegar kemur fram í 206. gr. almennra hegningarlaga að hver sem stundi vændi sér til framfærslu skuli sæta fangelsi allt að 2 árum.

Hann segir að lögreglan bregðist við ef vændisþjónusta sé auglýst eða ef einhver hafi milligöngu um hana.

Jafnframt kemur fram í 206. gr. almennra hegningarlaga, að hver sem hafi atvinnu eða viðurværi sitt af lauslæti annarra skuli sæta fangelsi allt að 4 árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert