Uppselt á ferðamannastaði

00:00
00:00

Marg­ir ferðahóp­ar sem hingað koma eru al­ger­lega á eig­in veg­um eða er­lendra ferðaskrif­stofa. Þeir kaupa varla mat­væli og eldsneyti og nær enga þjón­ustu í land­inu. Þá eru þeir oft með leiðsögu­menn og bíl­stjóra sem eru fák­unn­andi um ís­lensk­ar aðstæður.  Ragn­heiður Björns­dótt­ir  formaður Fé­lags ís­lenska leiðsögu­manna seg­ir að stækk­un ferj­unn­ar Nor­rænu sé eitt stærsta slys sem ís­lensk ferðaþjón­usta hafi orðið fyr­ir.

Ólöf Ýr Atla­dótt­ir ferðamála­stjóri seg­ir seg­ir að það sé orðið  upp­selt á marga vin­sæla ferðamannastaði en skoða þurfi fleiri leiðir en gjald­töku til að tak­marka um­gengni um vin­sæl svæði.  Það geti alltaf komið upp sú staða að eft­ir­litið eitt og sér geti tekið tíma, orku og pen­inga  frá öðrum nauðsyn­leg­um viðfangs­efn­um.  Þá vanti að láta kanna kostnað við að viðhalda nátt­úruperl­um og tryggja aðgang að þeim fyr­ir al­menn­ing. Eng­in heild­ræn rann­sókn hafi verið gerð á því þrátt fyr­ir að þeim stöðum fari stöðugt fjölg­andi sem falli und­ir nátt­úru­vernd­ar­lög­in

Ragn­heiður Björns­dótt­ir seg­ir að landið beri ekki alla þá ferðamenn sem hingað komi að óbreyttu. Þessi þróun geti bara versnað ef ekki verði gripið til aðgerða. Leiðsögu­menn vilja að er­lend­um hóp­um verði gert skylt að kaupa ís­lenska leiðsögn. Ólöf Ýr Atla­dótt­ir seg­ir að það sé eitt af því sem þurfi að skoða en það geti reynst erfitt í fram­kvæmd vegna alþjóðlegra skuld­bind­inga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert