Varðskipið Týr er nú í slipp í Reykjavík og á meðan sinna Ægir og Baldur gæslu við landið. Um er að ræða hefðbundið viðhald á Tý, og verður botn hans og yfirbygging máluð. Væntanlega tekur verkið um tíu daga, en það fer þó ef til vill eitthvað eftir veðri.
Á meðan skipið stoppar í slippnum tekur áhöfnin sumarfrí.