Vilja Geirsgötu og Mýrargötu ekki í stokk

Fulltrúi VG í borgarráði lagði á fundi ráðsins í dag fram bókun þar sem lýst er þeirri skoðun, að það sé óráð að ætla að leggja stokk fyrir bílaumferð frá gamla útvarpshúsinu að Ánanaustum.

Segir í bókun Þorleifs Gunnlaugssonar, að lagning Geirsgötu og Mýrargötu í stokk sé afar dýr leið og muni kosta Reykvíkinga á annan tug milljarða, fjármuni sem vel væri hægt að nýta með öðrum hætti nú þegar kreppir að í þjóðfélaginu og staða borgarsjóðs jafnt og reykvískra heimila hríðversnar.

„Stokkur undir Geirsgötu og Mýrargötu er dæmi um rándýrt mannvirki sem snýst aðeins um einkabílinn en ekki um lífið í miðborginni. Hugmyndir um slíka framkvæmd, nú þegar þrengir að er skýrt dæmi um brenglað verðmætamat," segir m.a. í bókuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka