Engin þjóðarsátt um eldsneytisverð

Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­enda seg­ir, að það standi greini­lega ekki á N1 að hækka verð á eldsneyti um leið og gengi krón­unn­ar lækki, það sýni verðhækk­un fé­lags­ins í dag skýrt. Fé­lagið sé hins veg­ar mun seinna til þegar heims­markaðsverð á olíu lækk­ar og/​eða gengi krón­unn­ar hækk­ar.

„Kostnaðar­verð á hvern lítra af bens­íni og dísi­lol­íu er svipað nú því sem það var snemma í liðnum maí. Nýja verðið hjá N1 frá því í morg­un er nærri 10 krón­um hærra á hvern bens­ín­litra miðað við verðið eins og það var fyr­ir 3 mánuðum og dísil­lítr­inn er hvorki meira né minna en um 18 krón­um dýr­ari nú.

Það er greini­lega tómt mál að tala um þjóðarsátt fyr­ir dauf­um eyr­um ol­íu­kóng­anna hjá N1 - stærsta olíu­fé­lag­inu á Íslandi. En spyrja má hvort þetta sé það viðskiptasiðferði sem stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins vilja láta kenna sig við," seg­ir á vef FÍB.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert