Engin þjóðarsátt um eldsneytisverð

Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir, að það standi greinilega ekki á N1 að hækka verð á eldsneyti um leið og gengi krónunnar lækki, það sýni verðhækkun félagsins í dag skýrt. Félagið sé hins vegar mun seinna til þegar heimsmarkaðsverð á olíu lækkar og/eða gengi krónunnar hækkar.

„Kostnaðarverð á hvern lítra af bensíni og dísilolíu er svipað nú því sem það var snemma í liðnum maí. Nýja verðið hjá N1 frá því í morgun er nærri 10 krónum hærra á hvern bensínlitra miðað við verðið eins og það var fyrir 3 mánuðum og dísillítrinn er hvorki meira né minna en um 18 krónum dýrari nú.

Það er greinilega tómt mál að tala um þjóðarsátt fyrir daufum eyrum olíukónganna hjá N1 - stærsta olíufélaginu á Íslandi. En spyrja má hvort þetta sé það viðskiptasiðferði sem stjórnendur fyrirtækisins vilja láta kenna sig við," segir á vef FÍB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka