Fagnar frumkvæði ASÍ

00:00
00:00

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist fagna frum­kvæði for­ystu ASÍ sem hef­ur lýst yfir vilja til nýrr­ar þjóðarsátt­ar. Hún neit­ar því að stjórn­völd hafi orðið ber að sinnu­leysi eins og fram­kvæmda­stjóri ASÍ held­ur fram.

Ingi­björg Sól­rún seg­ir, að þegar sé til sam­ráðsvett­vang­ur aðila vinnu­markaðar­ins og stjórn­valda en ekk­ert mæli á móti því að form­festa þetta sam­ráð sér­stak­lega til að kom­ast frá umræðustig­inu yfir á aðgerðastigið.

Hún seg­ir þó rétt að frum­kvæðið komi frá aðilum vinnu­markaðrins þar sem for­send­ur kjara­samn­inga séu að bresta. Þeir komi þó ekki til end­ur­skoðunar fyrr en í fe­brú­ar en hugs­an­legt sé að stjórn­völd komi þar að fyr­ir þann tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert