Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist fagna frumkvæði forystu ASÍ sem hefur lýst yfir vilja til nýrrar þjóðarsáttar. Hún neitar því að stjórnvöld hafi orðið ber að sinnuleysi eins og framkvæmdastjóri ASÍ heldur fram.
Ingibjörg Sólrún segir, að þegar sé til samráðsvettvangur aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda en ekkert mæli á móti því að formfesta þetta samráð sérstaklega til að komast frá umræðustiginu yfir á aðgerðastigið.
Hún segir þó rétt að frumkvæðið komi frá aðilum vinnumarkaðrins þar sem forsendur kjarasamninga séu að bresta. Þeir komi þó ekki til endurskoðunar fyrr en í febrúar en hugsanlegt sé að stjórnvöld komi þar að fyrir þann tíma.