Alls var 53 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 1. ágúst til og með 7. ágúst. Heildarveltan var 1775 milljónir króna og meðalupphæð á samning 33,5 milljónir króna. Er þetta talsverður samdráttur frá vikunni á undan þegar 81 samningi var þinglýst á svæðinu en frídagur verslunarmanna var sl. mánudag.