Aldrei fleiri á Fiskideginum mikla

Frá fiskisúpukvöldinu á Dalvík í gær.
Frá fiskisúpukvöldinu á Dalvík í gær. mbl.is/Margrét Þóra

Lögreglan á Dalvík segir að aldrei hafi fleiri verið samankomnir á Dalvík, en þar er Fiskidagurinn mikil haldinn hátíðlegur í áttunda sinn. Talið að um 20.000 manns hafi verið á fiskisúpukvöldinu í gær, en lögregla segir að mun fleiri séu samankomnir í bænum í dag.

Lögregla segir alla skipulagningu hafa verið til fyrirmyndar og að öll umferð hafi gengið vel. „Ég hallast að því að þetta sé mesti fjöldi sem maður hefur séð hérna,“ sagði Jón Konráðsson, aðalvarðstjóri á Dalvík, í samtali við mbl.is. 

Látlaus umferð hefur verið inn í bæinn frá því kl. 10 í morgun. 

Lögreglan hyggst loka miðbænum í kvöld. Klukkan 23:30 verður síðan flugeldasýning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka