„Ég ber fulla ábyrgð á því hvernig fór," segir Bubbi Morthens í samtali við Morgunblaðið um ófarir sínar í fjárfestingum.
Hann segist ekki hafa gætt þess að dreifa áhættunni heldur fjárfesti í þremur innlendum fyrirtækjum sem hann hafði ofurtrú á, Eimskip, Exista og FL Group. Allur sparnaðurinn hafi farið fyrir lítið.
„Þá keypti ég líka hlutabréf í Ericsson-símafyrirtækinu sem skiluðu mér góðri ávöxtun um tíma. En ég seldi þau ekki þegar þau hrundu.
Áður var ég efnaður, en nú er ég nokkurn veginn á floti," segir Bubbi.