Ástarvika haldin í fimmta sinn í Bolungarvík

Frá ástarvikunni í fyrra.
Frá ástarvikunni í fyrra.

„Vikan hefst m.a. á því að rækta hundrað hjartna skóg sem verður gróðursettur um leið og við hleypum ástarblöðrunum út í loftið,“ segir Soffía Vagnsdóttir skipuleggjandi. „Það verður margt spennandi í boði, kærleiksganga, kassagítarpartí þar sem aðeins verða spiluð ástarlög, kvöldsigling á Hesteyri með sjótaxa og grísk matarveisla með blóðheitu ívafi,“ segir hún og bætir við að tilgangur ástarvikunnar sé m.a. að vera liður í fjölgunaráætlun Bolvíkinga.

„Í ár fæddist eitt ástarvikubarn í maí og við munum að sjálfsögðu verðlauna foreldrana,“ segir Soffía og bætir við að ef fólk spýtir í lófana þá sé markið sett á fjögur börn í maí á næsta ári. „Ég vil einnig taka það fram að mér þótti það mjög góð hugmynd hjá stéttarfélaginu Framsýn að bjóða upp á fæðingarstyrki fyrr á árinu til að reyna fjölga Þingeyingum,“ segir hún.

„Einnig verður boðið upp á kennslufyrirlestur í því hvernig á að halda eilífða tryggð við makann,“ segir Soffía en tekur fram að hann fjalli um svani. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert