Ekki er vitað hver eða hverjir fóru inn á vinnusvæðið við Hallgrímskirkju og komu fyrir fána Tíbet á einum vinnupalli sem er við kirkjuna. Að sögn lögreglu er málið í skoðun, en ekki er vitað til þess að spjöll hafi verið unnin á svæðinu.
Að sögn lögreglu virðist sem svo að ekkert lögbrot hafi verið framið, og það verður væntanlega í verkahring framkvæmdaaðila að fjarlægja fánann. Lögreglan ræðir nú við forsvarsmenn vinnusvæðisins, sem á að vera lokað almenningi.