Fyrsta útskrift Keilis

mbl.is/Helgi Bjarnason

Í dag út­skrifaði Keil­ir, miðstöð vís­inda fræða og at­vinnu­lífs, sína fyrstu nem­end­ur. Alls út­skifuðust 85 manns af Há­skóla­brú Keil­is, þar af 33 af fé­lags­vís­inda- og laga­deild, 8 af hug­vís­inda­deild, 24 af verk- og raun­vís­inda­deild og 20 af viðskipta- og hag­fræðideild.

Best­um ár­angri náði Elín Guðlaug Hóm­ars­dótt­ir með meðal­ein­kunn­ina 9,41, Rann­veig Krist­ín Rand­vers­dótt­ir með 9,23 og Sverr­ir Ágústs­son með 9,22 en þau eru öll úr verk- og raun­vís­inda­deild, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá skól­an­um.

Flest­ir út­skrifa­nema eru að hefja nám við inn­lenda eða er­lenda há­skóla nú í haust og munu m.a. leggja stund á verk­fræði, tölv­un­ar­fræði, stærðfræði, ensku , ís­lensku, rúss­nesku, kennslu­fræði, lög­fræði, viðskipta­fræði, fé­lags­fræði, fé­lags­ráðgjöf, sál­fræði, frum­kvöðla­fræði, bók­mennta­fræði og sagn­fræði, svo að nokk­ur dæmi séu tek­in.

Aðgengi fatlaðra að há­skóla­námi ekki gott

Í út­skrift­ar­ræðu sinni gagn­rýndi Run­ólf­ur Ágústs­son aðgengi fatlaðra að há­skóla­námi hér­lend­is og benti á að þeir skól­ar sem taki inn fatlaða nem­end­ur, þurfi sjálf­ir að bera af slíku veru­leg­an kostnað. Sem dæmi nefndi hann að kostnaður Keil­is vegna aðkeypr­ar túlkaþjón­ustu frá Sam­skiptamiðstöð heyrna­lausra hlaupi á millj­ón­um króna næsta há­skóla­ár. Keil­ir sé nýr skóli sem ekki hafi úr digr­um sjóðum að spila og staðan því þannig að ef fleiri hæf­ir fatlaðir  ein­stak­ling­ar myndu sækja um nám við skól­ann sem þyrftu á sam­bæri­legri þjón­ustu að halda, yrði að hafna þeim af því að þeir væru  væri fatlaðir og fjár­mun­ir ekki til.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert