Ollu óbætanlegu tjóni í jarðvegi

Þessi sjón blasti við landeigendum Borgarhafnarfjalls í vikunni.
Þessi sjón blasti við landeigendum Borgarhafnarfjalls í vikunni.

Landeigendur Borgarhafnarfjalls, sem er við þjóðgarð Vatnajökuls skammt sunnan við Skálafellsjökul, eru afar ósáttir við framgöngu vinnuhóps sem í vikunni setti upp mastur fyrir Neyðarlínuna á Hestgerðishnútu, sem er syðsti hluti fjallsins.

Án þess að biðja nokkurn eigendanna um leyfi var ekið yfir lönd þeirra á stórri skurðgröfu, traktor og vagni og liggja eftir vinnuvélarnar djúp svöðusár í mosa, melum og mýrum fjallsins á u.þ.b. 2 km kafla.

Gátu engar skýringar gefið
„Þetta eru sár sem aldrei gróa. Sums staðar eru þetta næstum hnédjúp för ofan í jarðveginn,“ segir einn landeigendanna. „Það er fínt að fá mastrið og nauðsynlegt af öryggisástæðum en það var hægt að fara aðrar leiðir að hlutunum.“

Landeigendur ráku vinnuhópinn burt áður en hann náði að klára verk sitt. Mastrið er komið upp á hnútuna en er án rafmagns. „Ég held þeim sé alveg sama þó þeir hafi farið svona með landið,“ segir landeigandi og þegar krafist var skýringa hafði hópurinn enga haldbæra. Þó sagðist einn í hópnum ekki hafa vitað að leyfi þyrfti til að fara yfir landið en það þótti landeigendum heldur ótrúverðug skýring.

Vinnuvélarnar fóru einnig yfir merktar gönguleiðir og eyðilögðu þær. „Við gerum okkur enga grein fyrir því hvað þarf til að laga þetta. Þetta verður í raun aldrei lagað. Þetta er óbætanlegt tjón í náttúrunni.“ Landeigendur ætla að fá hjálp fagaðila við að græða svæðið.
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert