Sexfaldur lottóvinningur gekk ekki út

Enginn var með allar lottótölur réttar í kvöld og gekk því aðalvinningurinn, sem var sexfaldur og nam 43,6 milljónum, því ekki út. Þrír voru með fjórar tölur réttar auk bónustölu og fær hver þeirra 207 þúsund krónur. Lottótölurnar voru 4, 22, 29, 31 og 35 og bónustalan var 25. Jókertölurnar voru 7 - 2 - 5 - 7 - 3.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka