Eldur sem kom upp í sumarbústað í Haukadal í morgun kviknaði út frá kertum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi loguðu kertin í skál á eldhúsborði í húsinu á meðan húsráðandi brá sér í gönguferð. Þegar hann kom til baka logaði eldur í bústaðnum, sem er ónýtur eftir brunann.
Lögregla segir að þegar maðurinn hafi komið aftur að bústaðnum hafi hann farið inn í hann og náð að taka eldhúsborðið sem logaði. Eldurinn hafði hins vegar náð að dreifa sér með fyrrgreindum afleiðingum. Manninn sakaði ekki.
Slökkviliðið barðist við eldsvoðann í um þrjár klukkustundir í morgun.