Lokað á villtan þorsk

Hilma Sveinsdóttir.
Hilma Sveinsdóttir.

Þrjár stærstu stórmarkaðakeðjurnar í Sviss eru hættar að selja íslenskan villtan þorsk, en þær seldu eingöngu íslenskan þorsk áður og eru með 75% hlutdeild í ferskfiskmarkaðnum þar í landi.

Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sú að ekki hefur verið vottað að þorskveiðar séu sjálfbærar við Íslandsstrendur, að sögn Hilmu Sveinsdóttur hjá Ice-co GmbH., sem staðið hefur fyrir útflutningi á þorski til Sviss. Nam heildarútflutningur á þorski til Sviss 2-3 þúsundum tonna upp úr sjó þegar mest var árið 2006.

Allt frá árinu 2004 hafði Ice-co sett þrýsting á íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðila í sjávarútvegi að fá vottun á íslenskar fiskafurðir. „Við höfum átt fundi með sjávarútvegsráðherra og hagsmunaaðilum, en af ýmsum ástæðum hafa menn ekki verið tilleiðanlegir að taka þátt í þessu í samræmi við kröfur Svisslendinga,“ segir Hilma. „Stórmarkaðirnir vilja bara stimpil sem allir þekkja, þannig að þeir geti selt fiskinn sem góða vöru á háu verði. Ég held að umhverfismerkingar séu stærsta hagsmunamálið í íslenskum sjávarútvegi í dag.“

Í hnotskurn
» Viðræður eru á lokastigi um að sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi taki upp MSC-vottun, sem þýðir að varan fengi áletrun MSC.
» Þegar varan er merkt þannig segir það neytendum að fiskurinn sé úr stofni nýttum með sjálfbærum hætti,“ að sögn Gísla Gíslasonar, ráðgjafa fyrir MSC á Íslandi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka