Mikið hlaup komið í Skaftárdal

Lögreglan á tók þessa mynd af Skaftá í Skaftárdal í …
Lögreglan á tók þessa mynd af Skaftá í Skaftárdal í dag.

Mikið hlaup er komið í Skaftá í Skaftárdal og segir lögregla að fólk sem hafi gist í sumarhúsum á svæðinu sé búið að yfirgefa dalinn, enda líklegt að vegurinn sem liggur að bústöðunum verði ófær vegna hlaupsins. Lögreglan hefur orðið var við brennisteinslykt af ánni.

Guðmundur Ingi Ingason, varðstjóri á Kirkjubæjarklaustri, telur líklegt að rennslið í Skaftá muni ná hámarki í kvöld. Hann segir hlaupið hafa farið rólega af stað en stöðugt vaxi í ánni.

Guðmundur Ingi segir björgunarsveitir vera með eftirlit á svæðinu. Fólki er ráðlagt að vera ekki nálægt upptökum Skaftár vegna  brennisteinsmengunar frá ánni. 

Lítil umferð er um Skaftártungur, en lögreglan hefur ekki lokað veginum segir Guðmundur Ingi.  

Í morgun mældist rennslið í Skaftá vera um 300 rúmmetrar á sekúndu. Guðmundur Ingi segist ekki vera með nákvæma tölu en ljóst sé að rennslið sé orðið nokkru meira. „Það er orðið vel í ánni hérna við brúna við Skaftárskála,“ segir Guðmundur. Hún hafi hækkað um metra á stuttum tíma.

Lögreglan fylgist með ánni.
Lögreglan fylgist með ánni. mynd/Guðmundur Ingi Ingason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka