Stunginn í hálsinn með brotinni flösku

Í nógu var að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í …
Í nógu var að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja manna sem réðust á karlmann í Lækjargötu um kl. fimm í morgun. Að sögn lögreglu var maðurinn stunginn í hálsinn með brotinni glerflösku.

Maðurinn var fluttur á slysadeild. Meiðslin voru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu, en mikið blæddi úr sárinu. Maðurinn hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsinu og  hefur lögreglan tekið skýrslu af honum. Ekki liggur fyrir hvers vegna mennirnir réðust á hann. Málið er í rannsókn.

Mjög erilsamt var hjá lögreglunni í nótt. Önnur líkamsárás varð í Fógetagarðinum um kl. sjö í morgun. Þar var karlmaður sleginn í andlitið, en maðurinn hafði reynt að fá tvo unga menn til að hætta að kasta glerflöskum í fólk sem beið eftir leigbílum. Maðurinn hlaut sprungna vör en árásarmennirnir voru handteknir. Þeim var svo sleppt eftir skýrslutöku. 

Þá var brotist inn í bifreið við Skólabraut í Mosfellsbæ um kl. 3:30 nótt. Þjófurinn hafði hljómflutningstæki með sér á brott. Málið er í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert