Heildarúttekt gerð á upplýsingamálum borgarinnar

Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson. mbl.is/Sverrir

Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forstjóri Dagsbrúnar, hefur verið ráðinn til að gera heildarúttekt á upplýsingamálum Reykjavíkurborgar. Gunnar Smári hóf störf um mánaðarmótin og er ráðning hans tímabundin.

Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra, hefur staðið til í nokkurn tíma að láta gera úttekt á upplýsingamálum borgarinnar og styrkja upplýsingamiðlum og almannatengsl almennt.

„Við erum með upplýsingafulltrúa víða hjá stofnunum borgarinnar. Það eru mikil sóknarfæri að samhæfa göngulagið og kraftana,“ segir Regína í samtali við mbl.is.

„Meginmarkmiðið er að bæta þjónustu við Reykvíkinga. Við erum alltaf að koma betur og betur út úr þjónustukönnunum, fólk er ánægt með þjónustuna. En það kemur aftur og aftur fram að borgarbúar vilji betri upplýsingamiðlun.“

Regína segir ráðningu Gunnars Smára vera til sex vikna. Hann mun skila af sér skýrslu sem verður lögð fyrir borgarráð. „Við skoðum hana og þær tillögur sem koma fram,“ segir Regína.

Gunnar Smári hefur m.a. verið ritstjóri Fréttablaðsins. Hann var einnig forstjóri Dagsbrun Media í Danmörku, sem hleypti Nyhedsavisen af stokkunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert