Kæfandi hiti á Clapton

Eric Clapton í Egilshöll á föstudag.
Eric Clapton í Egilshöll á föstudag. mbl.is/Haraldur

Marg­ir hafa kvartað yfir mikl­um hita og loft­leysi í Eg­ils­höll á tón­leik­um gít­ar­hetj­unn­ar Erics Clapt­ons liðið föstu­dags­kvöld. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins fór hit­inn upp í 29 gráður í hús­inu og þótti mörg­um loftræst­ing alls ekki full­nægj­andi.

Í tón­leika­gagn­rýni Árna Þór­ar­ins­son­ar í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir til dæm­is: „[...] Clapt­on var orðinn heit­ur og ákaf­lega sveitt­ur eins og al­mennt gest­ir í þess­um óboðlega tón­leika­sal, þar sem allt of seint var brugðist við súr­efn­is­leysi og kæf­andi mollu.“ Kristján Svein­björns­son seg­ir jafn­framt á bloggi sínu, krissi­blo.blog.is, að hann hafi yf­ir­gefið húsið klukk­an hálfell­efu vegna loft­leys­is og flök­ur­leika.

Að sögn Gríms Atla­son­ar, skipu­leggj­anda tón­leik­anna, gekk fram­kvæmd þeirra mjög vel. „Það hefði verið betra að geta losnað við hit­ann. Hins veg­ar er loftræst­ing mjög há­vær og við keyrðum hana ein­ung­is á fullu þegar við höfðum kost á. Hún hefði t.d. yf­ir­gnæft kassagít­ars­lög­in.“

Hann seg­ir erfitt að opna út á slík­um tón­leik­um enda breyt­ist þá öll birta í tón­leika­saln­um og það geti haft djúp­stæð áhrif á út­lit tón­leik­anna. „Það var opnað um leið og tók að rökkva.“ 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert