Kæfandi hiti á Clapton

Eric Clapton í Egilshöll á föstudag.
Eric Clapton í Egilshöll á föstudag. mbl.is/Haraldur

Margir hafa kvartað yfir miklum hita og loftleysi í Egilshöll á tónleikum gítarhetjunnar Erics Claptons liðið föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fór hitinn upp í 29 gráður í húsinu og þótti mörgum loftræsting alls ekki fullnægjandi.

Í tónleikagagnrýni Árna Þórarinssonar í Morgunblaðinu í dag segir til dæmis: „[...] Clapton var orðinn heitur og ákaflega sveittur eins og almennt gestir í þessum óboðlega tónleikasal, þar sem allt of seint var brugðist við súrefnisleysi og kæfandi mollu.“ Kristján Sveinbjörnsson segir jafnframt á bloggi sínu, krissiblo.blog.is, að hann hafi yfirgefið húsið klukkan hálfellefu vegna loftleysis og flökurleika.

Að sögn Gríms Atlasonar, skipuleggjanda tónleikanna, gekk framkvæmd þeirra mjög vel. „Það hefði verið betra að geta losnað við hitann. Hins vegar er loftræsting mjög hávær og við keyrðum hana einungis á fullu þegar við höfðum kost á. Hún hefði t.d. yfirgnæft kassagítarslögin.“

Hann segir erfitt að opna út á slíkum tónleikum enda breytist þá öll birta í tónleikasalnum og það geti haft djúpstæð áhrif á útlit tónleikanna. „Það var opnað um leið og tók að rökkva.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert