Meira finnst af eins árs síli

Talsverð aukning var í magni sílis miðað við árin 2006 og 2007 og má rekja hana að langmestu leyti til eins árs sílis af 2007 árgangi, að því er segir í frétt frá Hafrannsóknarstofnun.

Tveggja vikna sandsílaleiðangri lauk í 20. júlí, en þetta er þriðja árið í röð sem farið er í slíkan leiðangur. Markmiðið er m.a. að meta breytingar í stofnstærð og afla upplýsinga um styrk árganga hjá síl

Fram kemur í frétt Hafró að vöxtur í árganginum virðist einnig hafa verið góður og góð meðallengd seiða í fyrra skili sér nú í stóru ársgömlu síli. Í ár virðist talsverður hluti eins árs síla vera af svipaðri lengd og 2 ára síli voru árið 2006.

Þá segir að árgangur 2007 sé mun stærri en árgangarnir 2005 og 2006, sem voru mjög lélegir. Í sumar var aukning á eins ár síli sérstaklega áberandi á svæðinu frá Vestmannaeyjum að Vík, þar sem nær ekkert hefur fengist af síli síðastliðin tvö ár. Eins og annars staðar jókst hlutfall eins árs sílis í aflanum í Breiðafirði, en þegar á heildina er litið fékkst þó minna þar af síli nú en undanfarin tvö ár.

Minna fannst af seiðum frá því í vor en í fyrra. Þau voru svipuð að stærð og árið 2006 en minni en árið 2007. Eins og í fyrra fengust flest þeirra í Breiðafirði. Ekki er þó hægt að segja til um nýliðun þessa árs með neinni vissu fyrr en sést hvernig hún skilar sér sem 1 árs síli á næsta á

Farið var á fjögur svæði, Breiðafjörð, Faxaflóa, Vestmannaeyjar að Vík og Ingólfshöfða. Togað var með flottrolli frá yfirborði og niður á botn. Einnig var notaður plógur til að ná í síli úr botni þegar síli var ekki aðgengilegt í troll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert