Samtökin Saving Iceland segjast hafa tekið niður búðir sínar á Hellisheiði en þar hefur hópur frá samtökunum dvalið undanfarnar þrjár vikur og skipulagt aðgerðir.
„Fjórðu aðgerðabúðunum er nú lokið en baráttan heldur að sjálfsögðu áfram," segir á heimasíðu samtakanna.
Fólk úr búðunum var í sumar m.a. með aðgerðir í Helguvík, við álverin á Grundartanga og í Straumsvík og í skrifstofu Landsvirkjunar.