Stóð 40 tonna bíla að utanvegarakstri

Greinileg för má sjá í sandinum eftir utanvegarakstur bifreiðanna.
Greinileg för má sjá í sandinum eftir utanvegarakstur bifreiðanna.

Í byrjun júlí var Hermann Valsson, þáverandi landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, á ferð rétt fyrir utan þjóðgarðinn þegar hann stóð tvo stóra bíla, sem hann áætlar að hafi hvor fyrir sig vegið um 40 tonn, að utanvegarakstri. Um var að ræða fjögurra öxla vörubíl sem var að draga dráttarbíl með gröfu aftan á.

Bílarnir óku um 16 metrum fyrir utan veg og keyrðu þar, að mati Hermanns, a.m.k. 300-350 metra áður en hann stöðvaði þá. Ummerkin eru mjög greinileg.

„Þetta mun sjást næstu fimm til tíu árin að minnsta kosti,“ segir Hermann en hann lét framkvæmdastjóra garðsins umsvifalaust vita af brotinu. Að mati Hermanns sýndi sá hins vegar sinnuleysi gagnvart málinu en bað Hermann að fara ekki með ljósmyndirnar, sem hann tók af skemmdunum, til fjölmiðlanna. Hermann hefur nú upp á sitt einsdæmi kært utanvegaraksturinn til sýslumannsins á Hvolsvelli og er málið þar í vinnslu.

„Hrein og klár leti“

Að sögn Hermanns komu menn frá veiðifélaginu daginn eftir og reyndu að laga förin en það er hægara sagt en gert. Hann segir mennina hafa beðið sig að kæra ekki en Hermann ákvað að gera það, þrátt fyrir beiðni frá mönnunum um annað og litla hvatningu yfirmannsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert