Lestur á íslenskum dagblöðum hefur lítið breyst í sumar samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun Capacent Gallup. Þó hefur meðallestur Morgunblaðsins minnkað meira en hinna blaðanna. Meðallestur á Fréttablaðinu mælist nú 64,8% en var 64,9% í samskonar könnun í maí. Meðallestur 24 stunda mælist nú 50,3% var 50,4% og meðallestur Morgunblaðsins er 38,7%, var 41,6% í maí.
89,1% þátttakenda í könnuninni sögðust hafa lesið eitthvað í Fréttablaðinu í könnunarvikunni en þetta hlutfall var 90% í síðustu könnun. 74,5% lásu eitthvað í 24 stundum nú, svipað og síðast og 66,7% lásu eitthvað í Morgunblaðinu nú en 67,1% síðast.
Könnunin var gerð dagana 2. maí – 30. júlí 2008 Úrtak var 4500 Íslendingar á aldrinum 12-80 ára, valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Fjöldi svara var 2631 og nettó svarhlutfall 60,9%.
Árvakur hf. gefur út 24 stundir, sem dreift er ókeypis í hús, og Morgunblaðið, sem er selt í áskrift. Félagið rekur einnig mbl.is.