Tvívegis var í síðustu viku óskað eftir aðstoð lögreglu vegna slysa sem erlendur ferðamenn höfðu orðið fyrir á göngu í Reykjadal ofan við Hveragerði. Í öðru tilfellinu var kona, sem talin var hafa dottið ofan í hver, flutt á sjúkrahús með þyrlu. Konan reyndist þó ekki hafa fallið í hver heldur í Reykjadalsá. Í þá brenndist drengur á fæti þegar hann lenti í heitu hveravatni.
Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um að kona hefði fallið í hver og ákvað að óska eftir þyrlu frá Landhelgisgæslunni þar sem talið var að þarna væri um alvarlegt slys að ræða, sem hefði orðið utan alfaravega.
Þegar þyrlan kom á staðinn innanverðum Reykjadal kom í ljós að konan hafði ekki fallið í hver heldur misstigið sig og lent í Reykjadalsá. Þá var konan ekki með brunasár heldur hafði hún tognað á ökla. Hún var samt flutt með þyrlunni á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.
Daginn eftir var tíu ára gamall drengur á gangi í gönguhópi í Reykjavík, að því er talið var á öruggu svæði. Annar fótur drengsins fór niður úr gróðurþekju og í heitt hveravatn sem þar leyndist undir.
Drengurinn var borinn um þriggja kílómetra leið að sjúkrabíl sem beið hans. Hann var síðan fluttur á heilsugæslustöðina í Hveragerði þar sem læknir gerði að sárum hans.