Verðlækkanir í augsýn

Verð á hrávörum, líkt og korni, olíu, sykri og hveiti, er farið að lækka nokkuð hratt á heimsmarkaði. Útlit er fyrir að þessar lækkanir skili sér fljótlega inn í matvælaverð og munu Íslendingar þá væntanlega njóta góðs af því. Lækkanirnar eru þó háðar því að íslenska krónan haldist frekar stöðug en hún hefur fallið um 40% síðan um áramótin.

Að sögn Marteins Magnússonar, markaðsstjóra heildsölunnar Eggerts Kristjánssonar hf., ættu lækkanirnar á hrávöruverði á heimsmarkaði að skila sér hratt í matvælaverð og er ekki langt að bíða þar til lækkana verður vart hér á landi. Hins vegar séu margir þættir sem ákvarða matvælaverð og þó hrávöruverð sé veigamikill þáttur skipti máli að olía haldi áfram að lækka þar sem hún vegur þungt í flutnings- og framleiðslukostnaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert